Ritsýn

Sýningarfyrirtækið RITSÝN sf. býður upp á  fag/vörusýningar.  Í rúmlega 25 ár hefur fyrirtækið staðið fyrir flestum sýningum á þessu sviði á Íslandi.

Má nefna sýningar á sviði heilsu, stóreldhúsa, flutninga, fjármála, landbúnaðar, umhverfis, iðnaðar og sjávarútvegs.

Markmið okkar er að standa fyrir faglegum og árangursríkum sýningum og ráðstefnum á Íslandi. Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um þær sýningar sem eru fyrirhugaðar hjá Ritsýn.

Næstu sýningar: STÓRELDHÚSIÐ 2024

STÓRELDHÚSIРer fagsýning fyrir stóreldhúsageirann. Sýningin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 2005. Hefur hún vaxið ár frá ári sem sýnir hversu vel hún nær til markhópanna. Helstu markhópar sýningarinnar eru: skólarnir, vinnustaðir, stofnanir, spítalar, hótel, veitingageirinn, mötuneyti, skyndibitastaðir, bakarí, framleiðslueldhús og matvælaiðnaður.

Eingöngu fagfólki frá ofangreindum vinnustöðum er boðið á sýninguna. Fyrirtæki geta sýnt og kynnt fyrir fagfólki matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir stóreldhúsum.  Á sýningunni STÓRELDHÚSIÐ gefst einstakt tækifæri á að kynna vörur og þjónustu fyrir stóreldhúsamarkaðnum.

STÓRELDHÚSIÐ 2024 verður haldið í Laugardalshöllinni 31. október – 1. nóvember 2024.