Sýningarfyrirtækið RITSÝN sf. býður upp á fag/vörusýningar. Í rúmlega 25 ár hefur fyrirtækið staðið fyrir flestum sýningum á þessu sviði á Íslandi. Má nefna sýningar á sviði heilsu, stóreldhúsa, flutninga, fjármála, landbúnaðar, umhverfis/endurvinnslu og sjávarútvegs.
Markmið okkar er að standa fyrir faglegum og árangursríkum sýningum og ráðstefnum á Íslandi. Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um þær sýningar sem eru fyrirhugaðar hjá Ritsýn.
Næstu sýningar
Sjávarútvegur 2022
21. - 23. september 2022
Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur verið í stöðugri uppsveiflu. Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð.
Íslenskur Landbúnaður 2022
14. – 16. október 2022
Landbúnaðarsýningin hefur reynst segull fyrir bændur og búalið og aðra gesti. Einstök sýning er sýnir breidd og fjölbreytni íslensks landbúnaðar.
Stóreldhúsið 2022
10. – 11. nóvember 2022
STÓRELDHÚSIÐ 2022 er ánægjulegur mótstaður birgja og starfsfólks á stóreldhúsasviði. Sýningin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 2005 og eflst og vaxið á hverju ári.