Sjávarútvegur

Sýningin SJÁVARÚTVEGUR 2019  hlaut einstaklega jákvæð viðbrögð gesta og sýnenda.  Sýningin var haldin í allri Laugardalshöllinni og er með stærri og viðameiri sýningum sem haldnar hafa verið á Íslandi.   Það var mikill fjölbreytileiki á sýningunni. Þarna voru stór fyrirtæki er þjóna sjávarútveginum með mjög fjölþættar lausnir og líka einstaklingar í litlum fyrirtækjum með framsæknar lausnir og tæki.

 

Í ljósi hinna einstaklega jákvæðu viðbragða sýnenda og gesta hefur verið ákveðið að halda næstu sjávarútvegssýningu 2022.  Skoðanakönnun meðal sýnenda leiddi í ljós yfirgnæfandi meirihluti taldi að hæfilegt væri að hafa slíka sjávarútvegssýningu á þriggja  ára fresti.  Þegar eru innlend sem erlend fyrirtæki tekin að panta bása á sýninguna 2022.

 

SJÁVARÚTVEGUR 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni 21. – 23. september 2022.

 

Allar frekari upplýsingar

Further information

Stórsýningin Landbúnaður 2018

Íslenskur landbúnaður 2022

Íslenskur landbúnaður 2022 hefur það að markmiði að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar sem fer vaxandi og hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu. Að kynna fyrir bændum og öðrum gestum tæki og tól til landbúnaðar og hvers kyns rekstrarvörur og aðrar vörur fyrir íslenskan landbúnað.

Sýningin er unnin í samvinnu við Bændasamtök Íslands.

 

Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll 14. – 16. október.

Allar frekari upplýsingar

Further information

Stóreldhúsið

Stóreldhúsið 2022

STÓRELDHÚSIÐ er fagsýning fyrir stóreldhúsageirann. Sýningin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 2005. Hefur hún vaxið ár frá ári sem sýnir hversu vel hún nær til markhópanna. Helstu markhópar sýningarinnar eru: skólarnir, vinnustaðir, stofnanir, spítalar, hótel, veitingageirinn, mötuneyti, skyndibitastaðir, bakarí, framleiðslueldhús og matvælaiðnaður.

Eingöngu fagfólki frá ofangreindum vinnustöðum er boðið á sýninguna. Fyrirtæki geta sýnt og kynnt fyrir fagfólki matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir stóreldhúsum.  Á sýningunni STÓRELDHÚSIÐ gefst einstakt tækifæri á að kynna vörur og þjónustu fyrir stóreldhúsamarkaðnum.

STÓRELDHÚSIÐ 2022 verður haldið í Laugardalshöllinni 10. - 11. nóvember

Allar frekari upplýsingar

Further information